Skipulagsdagatal með orðaperlum 2025

  • 5.100 kr
Skattar innifaldir Shipping calculated at checkout.


Gullfallegt skipulagsdagatal fyrir fjölskylduna í dagsins önn.

Öll eiga sinn dálk að fylla í það sem framundan er og öll hafa því sömu yfirsýn. Afgangs dálka má nota til að skipuleggja matseðil vikunnar, skipta heimilisverkum, skrá niður afmælisdaga o.fl.

Tunglgangurinn er merktur inn á skipulagsdagatalið, svo og hvaða jólasveinn mun setja í skóinn það og það kvöldið! 

Reynslan af notkun Skipulagsdagatalsins sýnir að ábyrgð á utanumhaldi færist oft á fleiri en einn heimilismeðlim. Það er um að gera að hvetja börn og unglinga til að færa sjálf sína viðburði, æfingar o.fl. inn á dagatalið.

Bjartar stemningar ljósmyndir og orðaperlur Kristínar S. Bjarnadóttur prýða dagatalið og miðla notalegri stemningu til innblásturs út allt árið.